Aqua Fitness Vatnsleikfimi

Aukinn styrkur, þol og liðleiki

Í Aqua Fitness Vatnsleikfimi eykurðu styrk, þol og liðleika með fjölbreyttum æfingum þar sem unnið er með mótstöðu vatnsins ásamt fjölbreyttum styrktar æfingum með Thera Band teyjum.

Að auki sem bónus þá veitir vatnið þér um leið mikil og góð slökunaráhrif þannig að þú endurnærist vel þegar þú æfir þig.

VatnsleikfimiTeygt á skrokknum í vatnsleikfimi

Vatnsleikfimi er frábær líkamsrækt þar sem unnið er með mótstöðu vatnsins sem veitir mjúkt álag á vöðva og liðamót. Til viðbótar þá eru styrktaræfingar með misjafnlega stífum Thera Band teyjum sem hafa reynst mjög vel.

Þegar þú vinnur með mótstöðu vatnsins þá stjórnar þú því hve mikið álagið er á vöðva og liði með hraðabreytingum. Hægt er að auka álagið enn frekar fyrir þá sem það vilja því í boði eru Fitness hanskar sem auka við mótstöðu vatnsins enn frekar.

Thera Band teyjurnar eru mjög skemmtileg viðbót við vinnuna með mótstöðu vatnsins þar sem þær veita mjúkt viðnám ekki ósvipað vatnsmótstöðunni. Teyjurnar eru misjafnlega stífar og álagið því mis mikið eftir því hvaða teyju þú velur þér.

Í Aqua Fitness Vatnsleikfimi eru fjölbreyttar æfingar sem eru byggðar þannig upp að þú getir á sem auðveldastan hátt stjórnað því hve mikið álagið er. 

Vatnið hefur um sjö hundruð sinnum meiri þéttleika en andrúmsloftið og veitir þér þar af leiðandi mikla en um leið mjúka mótstöðu við hverja hreyfingu.

Vegna mótstöðunnar þá verða allar hreyfingar í vatninu hægari sem auðveldar stjórnun á því hversu mikið álagið er á vöðva og liðamót. En þú eykur álagið með auknum hraða í hreyfingum og minnkar það að sama skapi með hægari hreyfingum.

Mýkingaráhrif Vatnsins

Vegna mýkingaráhrifa vatnsins þá er minna álag á hjarta og aðra vöðva líkamans. Blóðþrýstingurinn hækkar því ekki eins mikið og við æfingar á þurru landi.

Vatnið hjálpar þér einnig við að dýpka öndunina en við það þá fá lungun meira af súrefni og hreinsa þá enn meira af úrgangsefnum úr blóðinu.

Fólk á öllum aldri hefur uppgötvað hvað æfingar í vatni gefur góðann árangur og stunda vatnsleikfimi sér til heilsubótar.

Íþróttamenn í fremstu röð byggja sig oft upp eftir veikindi eða meiðsli með skipulögðum æfingum í vatni því þeir vita hvaða kraftaverk það gerir.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Aqua Fitness Vatnsleikfimi skráðu þig þá og komdu í einn prufutíma...

Aqua Fitness Vatnsleikfimi hjá Syndaselur.comJólatími í Aqua Fitness Vatnsleikfimi

Aqua Fitness Skráning

 Skrá mig á námskeið...