Syndur sem Selur

Sundnámskeið fyrir fullorðna

Syndur sem Selur er námskeið fyrir fullorðna sem eru ósyndir eða óöruggir í vatninu. Ef þú ert í þeirri stöðu og jafnvel einhver vatnshræðsla að plaga þig þá gæti þetta verið rétta námskeiðið fyrir þig!

Þú getur alveg lært að synda eins og allir aðrir!

En það gerist ekki af sjálfu sér eða fyrirhafnarlaust. Þú þarft að taka frá tíma fyrir sjálfa(n) þig þar sem þú mætir og færð þá aðstoð, kennslu og stuðning sem fleytir þér áfram í rétta átt að því að verða synd(ur) sem selur.

Reynslumikill kennari? 
Syndaselur hefur á undanförnum árum náð góðum árangri í að kenna fullorðnum að synda. Er ekki kominn tími á að þú njótir kennslunnar og reynslunnar og takir fyrsta skrefið í þá átt að verða vel synd(ur) með því að skrá þig á sundnámskeið Syndasels.

Námskeiðin eru haldin í Sundhöll Reykjavíkur (inni) og eru eingöngu fyrir þá sem eru óöruggir, vatnshræddir og/eða ósyndir. 

Aðstaðan í kennslulauginni er mjög góð, sundlaugin er hæfilega grunn (þú botnar alls staðar) og vatnið í henni er notalega heitt. Sundhöllin er því alveg tilvalin laug til þess að öðlast öryggi í vatninu og læra að synda.

Syndur sem selur

Fjögurra vikna námskeið þar sem kennt er á laugardögum kl. 8:15 - 9:45, alls 6.klst.

Skrá mig á námskeið...

A eigin hraða

Byrjendanámskeiðið er einstaklingsmiðað og þú ferð á þeim hraða sem hentar þér best. Meðal annars er farið í eftirfarandi atriði:

  • Láta andlitið í kaf standandi (við bakka)
  • Blása frá í kafi með munni og nefi standandi (við bakka)
  • Fljóta með andlitið í kafi (haldið er í bakka)
  • Æft hvernig á að standa upp þegar flotið er með andlit í kafi (haldið er í bakka)
  • Æft hvernig á að standa upp þegar flotið er með andlit í kafi (ekki haldið í bakka), kennari aðstoðar
  • Sundtökin kennd þ.e. handa og fótahreyfingar í bland við flot
  • Rétt öndun í takt við handa og fótahreyfingar og flot

Námskeiðstímar:

Syndur sem selur

Fjögurra vikna námskeið þar sem kennt er á Laugardögum kl. 8:15 - 9:45, alls 6.klst.

Skrá mig á Sundnámskeið...

New! Comments

Vertu í sambandi !