
Pálina er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem hún hóf sundæfingar með Vestra. Hún keppti bæði í unglingalandsliði og landsliði Íslands og á að baki margra ára reynslu sem keppnissundkona. Síðar æfði hún og keppti með háskólaliði University of Alabama í Bandaríkjunum. Pálina hefur þjálfað börn og unglinga hjá Vestra, Fjölni og Ægi og hefur einnig sinnt garpasundþjálfun hjá Fjölni. Hún leggur áherslu á gleði og jákvætt andrúmsloft þar sem sundið er bæði hvetjandi og uppbyggilegt.
New! Comments
Vertu í sambandi !