Frábært skriðsundnámskeið

by Guðrún
(Reykjavík 30. janúar 2013)

Ég fór á skriðsundnámskeið aðallega til að koma mér í betra sundform. Ég taldi mig alveg vera með þetta en mig vantaði bara uppá þolið. Allan fyrsta tímann beið ég eftir því að Brynjólfur bæði mig að sýna hópnum hvernig ætti að gera þetta. Það gerðist aldrei :) Ég hinsvegar lærði alveg nýja tækni og núna er sundið svo mikið auðveldara og mun skemmtilegra. Ég hélt að ég myndi aldrei komast 400 metra á skriðsundi enda hafði ég áður aldrei komist meira en 2 ferðir í einu. Núna eftir námskeiðið eru 400 metra skriðsund ekkert mál.

Brynjólfur er virkilega skemmtilegur kennari og góður í því sem hann er að gera.

Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla.

Click here to post comments

Join in and write your own page! It's easy to do. How? Simply click here to return to Syndaselur námskeið - hvernig líkar þér?.