Háir Olnbogar
(Fingertip drag)

Fingertip drag er eitt af elstu drillunum og hefur staðist tímans tönn vegna þess að það er auðvelt að útskýra það og um leið er það ótrúlega árangursríkt.

Af hverju þetta drill ?

Fingertip Drag getur hjálpað þér að æfa háan olnboga sem getur leitt til þess að þú náir meiri mýkt og slökun í yfirtakinu. Til þess að gera þetta drill rétt þarftu að halda góðu jafnvægi og rúlla vel á hliðarnar. ÚFF... þetta er HELLINGUR í einu einföldu drilli.

Hvernig á að gera drillið ?

1. Synda skriðsund. Þetta er svo einfalt að þú getur gert þetta hvenær sem þér dettur það í hug. Það eina sem þú þarft að gera er að draga fingurna eftir yfirborðinu og passa að þeir missi aldrei snertinguna við vatnið. Þetta er allt og sumt.

Hvernig á að gera það virkilega vel (smáatriðin)?

Fingertip Drag er auðvelt að útskýra og nokkuð auðvelt að framkvæma. Galdurinn er sá að framkvæma það með nákvæmni og yfirvegun -- og til þess þarf einbeitni og athygli.

1. Með því að hafa fingurna í snertingu við yfirborðið og hafa hendurnar nálægt líkamanum er ekki hægt að komast hjá því að synda með háa olnboga.

2. Til þess að gera þetta mjúklega og með minni fyrirhöfn verður þú að hafa góða stjórn á fingrunum og hafa þá slaka. Ef þú ert of stífur geturðu lent í því í yfirtakinu að höndin fari á kaf of snemma. Þú þarft að hafa stjórn á því að fingurnir séu slakir svo þeir geti teiknað hreinar línur í yfirborðið.

3. Eftir að höndin er komin fram hjá öxlinni teigðu hana fram og einbeittu þér að því að hún sé kyrr frammi á meðan hin höndin fer í yfirtakið. Þetta er auðveldara að gera ef þú hefur höfuðið vel í kafi og heldur líkamanum í jafnvægi.

4. Til að halda höndunum nálægt líkamanum og koma í veg fyrir að þú sveiflir þeim frá þér, er best að rúlla nógu mikið á hliðarnar til að olnboginn geti verið hár og fingurnir í snertingu við vatnið. Rúllaðu nógu mikið á hliðarnar til að þetta geti skeð.

Ef þér gengur illa að láta fingurna halda snertingu við vatnið, mundu þá hvað þú hefur í rauninni LANGA fingur. Ef þú missir snertinguna samt, reyndu þá að hugsa um þetta sem úlnliðs drag í staðinn fyrir fingur drag. Reyndu að ýta vatninu með handarbakinu í staðinn fyrir með fingrunum.

New! Comments

Vertu í sambandi !