Hvað ætlar hann svo sem að kenna mér?

by Erlendur Hákonarson
(Reykjavík)

Mig hefur lengi langað að geta synt langar vegalengdir með skriðsundi, en hingað til hef ég átt á hættu að drukkna ef ég hef hætt mér lengra en 25 metra.
Ég hélt að þetta væri spurning um þol og því skráði ég mig á námskeið, til að ná upp þessu þoli og ef ég læri eitthvað nýtt í leiðinni þá er það bara plús.

Eftir fyrsta tímann þá var ég strax búinn að bæta mig helling og hefði treyst mér til að synda mun lengra en áður og það aðeins með tveimur ráðleggingum frá Brynjólfi, þegar ég fór heim þá hgusaði ég með mér, hvað getur hann mögulega kennt mér meira en þetta?

En hann kom mér á óvart í næsta tíma og bætti við tveimur ráðum í viðbót sem bættu árangur minn en betur en aftur hugsaði ég með mér hvað getur hann mögulega kennt mér meira en þetta?

Aftur kom hann mér á óvart og hélt því áfram út námskeiðið alltaf gat hann bætt sundið mitt meira og það aðeins með bættri sundtækni, eftir þriðja tíma var ég farinn að átta mig á því að ég var í rauninni ekki syndur þrátt fyrir sundkennslu í grunnskóla í fjölda ára.

Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og mér finnst þessum pening vel varið, nú get ég synt með góðu móti yfir 1000m og þolið hefur lítið sem ekkert aukist.

Click here to post comments

Join in and write your own page! It's easy to do. How? Simply click here to return to Syndaselur námskeið - hvernig líkar þér?.