Loksins lét ég verða af því.....

Mig hefur lengi langað til að læra skriðsund svo ég lét nú loksins verða af því... kominn á sjöunda tuginn og skráði mig á sundnámskeið hjá Syndasel. Það gekk ekki vel til að byrja með eða öllu heldur bara mjög ílla.... 5 - 6 metrar og ég alveg búinn... ekkert úthald en löngunin til að læra sundið var sterk og ekki var um annað ræða en að halda áfram.
Brynjólfur er þessi líka frábæri kennari og naskur að sjá hvað er að og leiðbeina og þetta fór hægt og rólega batnandi með hverjum tímanum. Í dag ári síðar syndi ég reglulega skriðsund aldrei minna er 1200 metra og stundum 1500 - 2000 metra ef svo ber undir.... Takk fyrir frábært námskeið.
Sævar.

Comments for Loksins lét ég verða af því.....

Average Rating starstarstarstarstar

Click here to add your own comments

Feb 08, 2016
Rating
starstarstarstarstar
Takk fyrir Sævar :-)
by: Brynólfur

Þakka þér kærlega Sævar fyrir góða umsögn! Ég man eftir þér af námskeiðinu og það er gaman að heyra hvað þér hefur gengið vel og að þú sért farinn að synda allt upp í 2.000 metra á skriðsundinu!!! Endilega kíktu á mig í Breiðholtslaugina við tækifæri (í smá stillingu ef þarf). Kv. Brynjólfur

Click here to add your own comments

Join in and write your own page! It's easy to do. How? Simply click here to return to Syndaselur námskeið - hvernig líkar þér?.