Nú eru sumarskórnir sundblöðkur!

by Þorgerður Jóhannsdóttir
(Kópavogi)

Ég hef horft öfundaraugum til þeirra sem kunna skriðsund í langan tíma. Geta synt langar vegalengdir á stuttum tíma, liðkað og styrkt bakið og axlirnar. Trúi því statt og stöðugt að ef ég syndi skriðsund mjög reglulega þá verði ég miklu betri í golfinu, geti prjónað miklu meira og setið við tölvuna frá morgni til kvölds án þess að þreytast.
Ég setti mér markmið fyrir árið 2014 og eitt af þeim var að læra skriðsund. Vinkona mín benti mér á Brynjólf og hann svo sannarlega hefur komið mér á fullt skrið. Góður að leiðbeina okkur syndaselunum og hópurinn var einstaklega skemmtilegur, fólk á öllum aldri og langt síðan vð flest vorum í sundkennslu.
Nú eru sumarskórnir sundblöðkur og markmiðið er að synda 5 km. pr. viku.
Takk fyrir mig - þetta er búið að vera frábært.
Þorgerður

Click here to post comments

Join in and write your own page! It's easy to do. How? Simply click here to return to Syndaselur námskeið - hvernig líkar þér?.