Skriðsundsnámskeið vor 2017

by Jóhanna Marín Jónsdóttir

Ég og æskuvinkona mín skráðum okkur á skriðsundsnámskeið hjá Brynjólfi því okkur langaði báðar að læra betur að synda skriðsund. Ég hefði ekki trúað því að á einum mánuði gæti ég lært skriðsund!! Þetta var frábært námskeið, hann er ótrúlega naskur og jákvæður kennari og virðist "sjá" í gegnum vatnið því hann pikkar upp hjá manni það sem betur má fara og gefur mjög góð ráð og er mjög góður í að miðla til okkar. Svo var þetta mikið fjör og eins og maður væri "ungur í annað sinn"!! Erum að vísu bara 52 ára: ))
Nú erum við byrjaðar í garpasundi til að "fínisera" sundstílinn og læra meira. Þetta er bara gaman og frábær líkamsrækt!
Jóhanna Marín Jónsdóttir

Click here to post comments

Join in and write your own page! It's easy to do. How? Simply click here to return to Syndaselur námskeið - hvernig líkar þér?.